New York montage No3 - Indie/punk

New York montage No3 - Indie/punk

Posted on 12:37 PM by

The Strokes
Þessir piltar svo gott sem eiga alla indie/alt.rock senuna í New York og eru andlit sinnar kynslóðar. NME t.d. tilnefndi plötuna Is this it (2001) sem bestu plötu áratugarins. The Strokes höfðu líka mikil áhrif á tískuna. Skinny buxur, mjó leðurbindi, úfið hár og army jakkar. Ég held að sjaldan, eða aldrei, hefur verið framleitt jafn mikið magn af skinny buxum eftir að frægðarsól The Strokes hóf að rísa.

The Strokes hafa fengið misjafnar móttökur hjá pupulinum, sumir hata þá en aðrir elska þá. Hvað sem því líður verða þeim minnst sem einna stærstu og áhrifamestu hljómsveitum í  rokksögu fyrsta áratugar 21. aldarinnar.
The Strokes - Heart in a cage





The Rapture
The Rapture voru ein af fyrstu sveitunum til að endurvekja post-pönkið bylgjuna upp úr aldamótum. 
Þeir eru ansi hress blanda af indie með miklu dassi af pönki og elektróhljómi, sem þeir fengu með samstarfi við James Murphy (LCD Soundsystem og eigandi DFA Records). Á þeirra 12 ára ferli hafa þeir aðeins gefið út tvær LP plötur, Echoes (2003) og Pieces of the people we love (2006), en þær báðar hafa vakið mikla athygli og haft mikil áhrif. Meðal annars tilnefndi Pitchforkmedia.com plötuna Echoes sem plötu ársins 2003.
Til gamans má geta að ég fór á tónleika þeirra sem voru á Nasa árið 2007, og hafði mikið mikið rosa gaman af þeim.
The Rapture - House of Jelous lovers




Vampire Weekend
Þessir náðu miklu vinsældum á stuttum tíma. Árið 2008 gáfu Vampire weekend út samnefnda plötu og strax upp úr því varð Vampire Weekend madness æði með lögunum "A-punk" og "Cape cod Kwassa kwassa". Persónulega hef ég aldrei haldið neitt sérstaklega upp á þessa hljómsveit og hef því litlu meira um þessa hljómsveit að bæta.
Vampire Weekend - A punk






Yeah Yeah Yeah´s
Söngkona Yeah yeah yeah´s Karen O hefur örugglega verið getin af meðlimum Blondie og Siouxsie and the Banshees. Þessi hálf kóreyska og hálf pólska söngkona hefur vakið mikla athygli fyrir áberandi tísku og tjahh, ansi kátlega sviðsframkomu. Sömuleiðis hefur hún verið ein mest áberandi kvenna í post-punk bylgjunni, enda er hún reglulega svöl.
NME, sem er greinilega mikill aðdáendi YYY´s, hafa lofað öllum þremur stúdíóplötum YYY´s hástert og tilnefnt þær allar sem ein af bestu útgefnum plötum síns árs.
Yeah yeah yeah´s - Gold lion
Yeah yeah yeah´s - Phenomena

-berglind

0 comments:

Post a Comment