New York montage No2 - Experimental/post-punk

New York montage No2 - Experimental/post-punk

Posted on 4:12 AM by

Tv on the Radio 
Ein af mínum personal favourites. Eftir að ég heyrði fyrst singulinn New Health Rock þá hef ég verið dolfallin fyrir þessum samhræringi þeirra af experimental rokki, soul og pönkuðu electroi. Return from Cookie Mountain (2006) er ein af uppáhalds plötunum mínum. Hérna er gamall plötudómur frá mér sem birtist á Rjómanum.is
Tv on the Radio - New Health rock
Tv on the Radio - Wolf like me
Tv on the Radio - Golden Age






Interpol
Interpol er ein allra þekktasta indie post-punk hljómsveit dagsins í dag, og sömuleiðis ein af best klæddustu. Hljómsveitin þekkist helst á barítón söngi Paul Banks, sem er undir sterkum áhrifum frá Ian Curtis úr Joy Division. Fyrsta platan þeirra Turn on the Bright lights (2002) hafði sterk áhrif á post-punk revival senuna og aðrar hljómsveitir eins og Editors og The Nationals.
Interpol - NYC






Yeasayer
Mjög nýleg experimental hljómsveit sem vakti fyrst athygli á SXSW festivalinu árið 2007. Í kjölfarið fengu þeir að hita upp fyrir MGMT og Beck. Yeasayer sendi frá sér sína aðra stúdíóplötu í ár sem ber nafnið Odd Blood. Vert að fylgjast vel með þessum kumpánum.
Yeasayer - Ampling Alp


-berglind

0 comments:

Post a Comment