New York montage No1 - electro pop/rock

New York montage No1 - electro pop/rock

Posted on 11:31 AM by
Það er greinilega einhvað tasty element í loftinu í New York eða þá fljótandi í gruggugu Hundson ánni. Í sjálfu sér er ekkert sérstaklega merkilegt að í borg þar sem að tæplega 20 milljónir manna búa eru margar góðar hljómsveitir. Hinsvegar finnst mér áhugavert að þær eru margar ein af áhrifamestu hljómsveita í mörgum af framúrstefnulegustu tónlistarsenum heimsins. Út frá þessari pælingu ætla ég að hafa smá montage um nokkrar af áhrifamestum hljómsveitum New York í dag. Tek fyrst electro pop/rock senuna. Montage No2 og No3 eru væntanlegar seinna í vikunni.
----------------




Animal Collective
Upphaflega frá Baltimore, Maryland en hefur núna aðsetur í New York. Neo-psycadelic hljómsveitin/gjörningurinn Animal Collective halda uppi ímynd eletrónísku noice pop senunar. Eins flókið það er að skilgreina stefnu Animal Collective þá virðast íslendingar ekki eiga í eins miklum vandræðum með að hlusta á þá. Báðar plöturnar Strawberry Jam (2007) og Merriweather Post Pavillion (2009) hafa fengið einróma lof íslenskra gagnrýnenda, m.a. hafa flestir tilnefnt þær sem bestu erlendu plötur sem komu út á árunum 2007 og 2009.
Animal Collective - My girls







MGMT
MGMT neo-psycadelic pop manían hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum. Félagarnir Ben Goldwasser og Andrew VanWyngarden voru varla búnir að gefa út plötuna Oracular Spectacular (2008) þegar milljónir manna voru byrjuð að dansa og dillar sér við lögin Kids, Electric Feel og Time to Prentend. Einhvað virðist nýja platan þeirra Congratulation (2010) ekki ætla ná að halda uppi við vinsældir  Oracular Spectacular (2008) enda er hún meira 60´s psycadelic og minna partýdans. Congratulations er þrusugóð plata engu að síður, bara ekki eins hlustunarvæn og Oracular Spectacular.
MGMT - Of moons, birds and monsters
MGMT - Song for Dan Treacy






Julian Casablancas
Bullandi eletrónískt synthapop/rock frá söngvara The Strokes. Eftir að hafa verið andlit indie-senunar í mörg ár ákvað pilturinn að prófa sig í newage-senunni með plötunni Phrazes for the Young (2009). Ó svo myndarlegur drengur, ohh.
Julian Casablancas - 11th dimension
The Lonely Island ft. Julian Casablancas - Boombox







LCD Soundsystem
Þetta er sviðsnafn James Murphy, pródúser og eiganda DFA Records. Murphy blandar saman áhrifum frá dansi, diskói, rokki og pönki. Sitt sýnist hverjum um vinsældir LCD Soundsystem en Murphy hefur hlotið þrjár Grammy tilnefningar fyrir LCD svo það verður að teljast bara þó nokkuð gott hjá kallinum.
LCD Soundsystem - Drunk Girls


-berglind

0 comments:

Post a Comment