Camel rússkinn síð kápa frá Topshop |
Svartur korsett blúndu toppur |
Hvít síð siffon skyrta |
Svört siffon skyrta |
Brúnar mittisháar buxur úr rússkinni |
Má ég kynna "nýju" gersemarnar mínar sem ég hef verið að versla piece by piece sl. 1-2 vikurnar
Þegar ég legg af stað í thrift leiðangur þá veit ég oftast nákvæmlega að hverju ég er að leita, með smá þrautseigju og útsjónarsemi þá finn ég oftast þá hluti sem ég leita eftir á stuttum tíma. Ég var til dæmis harðákveðin að finna hvíta og svarta siffon skyrtur sem ég fann eftir litla leit og það besta var þær kostuðu mig aðeins um kringum 300kr hvor.
Af öðru: Ég var að fjárfesta í hálfsárs korti hjá Crossfit Reykjavík áðan. Ég kláraði grunnnámskeiðið í vor og hef alltaf verið á leiðinni aftur til þeirra. Þetta er insane krefjandi en tryllt gaman, það er skemmtilegt fólk sem æfir þarna og alltaf vinalegur mórall þegar maður mætir á staðinn auk þess sem að þjálfarnir eru algjörir snillingar.
Það þýðir víst ekki bara að klæða upp líkamann í falleg dress, líkaminn verður líka að vera fit og heilbrigður.
Að lokum mæli ég með tísku/fitness blogginu hennar Ölmu Rúnar
skyrturnar eru æði! hvar fannstu þær?
ReplyDeleteGrínlaust þá fann ég þær í Samhjálp.. voru fleiri svona hvítar siffon skyrtur þar
ReplyDeletevá vel gert :)
ReplyDeleteallt mjög fínt!
x
HA! vá skyrturnar eru geðveikar! Og djöfull líst mér vel á crossfit námskeiðið, mig hefur lengi langað til að prufa það. Mun gera það einn daginn ;)
ReplyDelete