Fyrir þá sem þekkja ekki þá er Deerhunter ambient pönk sveit frá Atlanta, Georgia. Þeir gáfu út fjórðu plötuna Halcyon Digest fyrir ári síðan og hefur hún fengið yfirburðargóða dóma frá meðal annars Mojo, Drowned in Sound, NME, Spin og Pitchfork. Það var eiginlega ekki fyrr en um seinasta haust sem ég uppgötvaði þá fyrst en hljómsveitin hefur verið mjög active starfandi síðan 2001. Síðan þá hafa plöturnar Halcyon Digest (2010) og Microcastel (2008) verið mjöög mikið spilaðar hér á stúdentagörðunum :)
Eins skemmtilegt og það er troða snjó/slabb/hálku í mínus 10 gráðum og í byl þá dreymir mig um ylhýra sumarið.
Þó að það sé vissulega ekki komið sumar um miðjan apríl þá sé ég alveg fyrir mér að RVK Music Mess verður fyrsti vorboðinn fyrir yndislegu sumri.
úú hljómar vel! væri gaman að fara :)
ReplyDelete