Íslenzk múzík um helgina

Íslenzk múzík um helgina

Posted on 6:51 AM by
Margt að gerast á Factorý þessa helgi.

Í kvöld halda Benny Crespo´s Gang tónleika á Factorý ásamt Cliff Clavin. Húsið opnar kl 21 og kostar litlar 1.000kr inn.


Nú ef þú sérð þig ekki fært að komast á Factorý í kvöld þá geturu líka kíkt þangað á Muckfest sem verður annað kvöld (föstudagskvöld). Fram koma: Mammút, MUCK, Sudden Weather Change, Swords of Caos og Me, The Slumbering Napoleon. Húsið opnar líka 21 og þússari inn. Dj Unnsteinn úr Retro Stefsson sér svo um múzíkina í lok tónleikana.

Laugardagskvöldið verða Æla og Sin Fang. Húsið opnar kl 22 og sama verðskráning og áður, 1.000 kr inn, en sá peningur rennur í upptökusjóð Ælu. Svo mun hinn myndarlegi Dj KGB sjá um tónlistina

Ef það er ekki viðeigandi að mæta í nýju leðurbuxunum mínum (Keyptar í gær í Fatamarkað Spúútnik á móti Hlemm, fyrir litlar 3000 kr) á a.m.k. eitt kvöldið, þá veit ég ekki hvað er viðeigandi... Jííhaa helgin má byrja núna!



© Berglind 2010


Annars var Mugison að gefa út lagið Haglél og þessi dýrlingur deilir því alveg fríkeypis á síðunni sinni sem þið getið nálgast hér

0 comments:

Post a Comment