A long time listening - Agent Fresco

A long time listening - Agent Fresco

Posted on 12:57 PM by
Úgáfutónleikar Agent Fresco eru um það bil að hefjast þegar þessi orð eru drituð niður á blogger.com. Hefði mikið viljað fara en það var uppselt þegar ég loxins ákvað að fara versla mér miða (jújú beið með að kaupa miða þangað til á seinustu stundu, eins og sannur Íslendingur) .. En ég samgleðst strákunum að það hafi selst upp á tónleikana og að þeir eiga íslensku plötu vikunnar á Rás2, vona að þeir nái langt.



Mér þótti alltaf Eyes of a cloud catcher ótrúlega flott lag, en þegar ég heyrði Arnór útskýra textann þá þótti mér það alveg 10x fallegra. Ég, systur mínar og móðir upplifðum nákvæmlega sama atburð, nema bara fyrir 15 árum síðan. Við mæðgunar kvöddum föður minn, sem hafði þá barist í mörg ár við krabbamein, með sömu orðum og Arnór syngur um "Reyndu að sofna, þú verður alltaf hluti af okkur og alltaf með okkur"

2 comments: Leave Your Comments

  1. Þeir eru æði! Þekkiru þá? :)

    ReplyDelete
  2. Ekki beint persónulega bara hitt á þá. Þá aðallega á djamminu, þegar ég fer að hugsa út í það :p
    Vinir mínir þekkja þá ágætlega, spilað með þeim á tónleikum etc.

    En það sem ég þekki af þeim, þá eru þetta ljúfir og vænir drengir :)

    ReplyDelete