Búið að vera skemmtilegt ljósmyndaár hjá mér. Hef bæði verið að taka myndir af fjölskyldu og vinum og fengið að taka þátt í nokkrum ljósmyndaverkefnum. Fór meðal annars með Flensborgarkór Hafnarfjarðar til St. Pétursborgar í júlí og tók myndir af ferðinni. Fékk ljósmyndapassa á Iceland Airwaves ´10. Tók myndir af 50. afmælisveislu tengdaföður míns í júlí seinastliðnum.
En seinustu helgi fékk ég frekar skemmtilegt boð. Mér var boðið að taka myndir í 40.afmælisveislu og mér var boðið laun fyrir það. Það er í fyrsta sinn sem ég fæ launað fyrir að taka myndir, mjög gaman að fá launað fyrir að gera einhvað sem mér þykir fjandi skemmtilegt :)
-berglind
skemmtilegar og flottar myndir :D
ReplyDeleteFlottar myndir :D
ReplyDelete