Vigdís Finnbogadóttir: An all time icon

Vigdís Finnbogadóttir: An all time icon

Posted on 4:15 PM by
Maður þarf varla að taka það fram að Vigdís Finnbogadóttir er ein allra glæsilegasti og merkilegasti kvenskörungar Íslandssögunnar. Meir að segja á áttræðisaldri ber frú Vigdís af mörgum öðrum langtum yngri konum. Kannski finnst mér það bara útaf því að hún er ein helsta fyrirmynd mín. Ekki bara kvenfyrirmynd mín heldur bara almennt allt sem hún hefur gert, sagt og framkvæmt fyllir mig innblæstri. Mér finnst hún hafa alveg sérstaklega sterka og flotta framkomu. 



Það sem ég hef lært af frú Vigdís er að maður getur verið mjög gáfaður og víðlesinn en samt verið mjög almennilegur, skilningsríkur og laus við allan hroka. Maður getur verið sterkur, sjálfstæður og ákveðinn að ná sínu fram en koma fram af virðingu við aðra. Til dæmis hvernig henni tókst að komast inn í það sem var mikið karlaveldi, og hversu yfirveguð hún var þegar hún tók á miklum fordómum og blammeringum í hennar garð. Hún hefur sýnt mér að maður þarf að vera harður og ákveðinn að ná sínu fram en ekki skammast sín fyrir að vera mannlegur og sýna tilfinningar sínar. Sömuleiðis hefur hún líka sannað að það er hægt að vera fjandi glæsilegur á sama tíma og maður gerir þetta allt, og að maður á bara alls ekkert að skammast sín fyrir flott útlit.



Ég rakst á frú Vigdís á skólagöngunum í HÍ um daginn og ég varð eins og lítil unglingsstúlka að sjá átrúnaðargoðið sitt. Ég áttaði mig á því þegar ég hafði labbað framhjá henni að ég brosti til hennar þvílíkt kjánalegu sólheimarbrosi  - jæja, hún er ábyggilega vön að fá svona aðdáunarviðbrögð frá fólki :)



3 comments: Leave Your Comments

  1. hún er svo ævinlega flott og er mér mikil fyrirmynd líka!
    H

    ReplyDelete
  2. Hún er virkilega flott og smart kona, í alla staði!

    ReplyDelete
  3. Vigdís er orðin áttræð svo að hún er á níræðisaldri - bara svona svo því sé til haga haldið

    en satt er það að þetta er stórglæsileg kona

    ReplyDelete