Tom Ford Montage No2 - A Single Man

Tom Ford Montage No2 - A Single Man

Posted on 8:53 AM by
Árið 2009 kom út myndin A Single Man í leikstjórn Tom Ford. Myndin er byggð á skáldsögu eftir Christopher Isherwood og fjallar í stuttu máli um George Falconer sem er samkynhneigður breskur prófessor (Colin Firth) við háskóla í Californiu og árið er 1962. Falconer hafði nýverið misst maka sinn í bílslysi og fylgir myndin einu degi í lífi Falconer, sem hann hafði planað sem sinn seinasta dag í jarðnesku líki.

Spurningin er: Nær hann að kynnast einhverju/m sem fær hann til þess að snúast hugur og vilja lifa áfram?


Þessi saga er frekar þung en samt mjög falleg. Ég átti erfitt með mig því ég fann svo þvílíka samkennd með Folcner en á sama tíma var ég alveg hugfangin af útliti myndarinnar. Laglega gert, Tom Ford, laglega gert hjá þér.

-berglind

1 comment: Leave Your Comments

  1. með betri myndum sem ég hef séð nýlega. frábær leikur, frábær tónlist og svo er allt lúkkið á myndinni breathtaking!

    ReplyDelete