Um er að ræða, eins og ég sagði, hálfgert DIY-verkefni hjá mér sem ég gerði í byrjun árins. Nánar tiltekið þá var þetta tilraun hjá mér að sameina tvenn skópör í eitt skópar. Ég hafði keypt mér þessi flötu rússkinstígvél með kögri á þússund kjell í Kolaportinu fyrir nokkrum árum. Mér fannst stígvélin æði flott en ég gat reyndar ekki notað þá mikið þar sem að sóllinn var alveg sundurslitin. Hitt skóparið voru svartir rússkinhælar sem ég keypti í Spúútnik að mig minnir, sömuleiðis fyrir þússund kjell. Ég er ekki alveg viss hvaða pæling lá þar að baki að kaupa þetta skópar þar sem mér hefur alltaf fundist þeir fáranlega ömmulegir og tjahh, bara ekki flottir.
Handónýtur hæll |
Ég verð eiginlega líka að taka fram að ég hafði farið með stígvélin til Þráins Skóara áður og þeir héldu því fram að þeir væru handónýtir og það væri ekki fræðilegur möguleiki að skipta alveg út sólunum á þeim. Svo ég hugsaði "Ha-haah! I´ll show them. I´ll show them good."
Annar skórinn tilbúinn |
Mér finnst líka frekar nett að mér skildi hafa dottið í hug að nota gyllta nagla meðfram sólinum - þetta er t.d. mjög áberandi í vetralínunni hans Jeffrey Campbell.
-berglind
Flott! Aldrei hefði mér dottið í hug að gera þetta, væri til í að sjá stærri mynd :)
ReplyDeleteEinhvern tímann, vonandi í nánustu framtíð, þá stefni ég á að klára hinn skóinn líka.
ReplyDeleteEf mér tekst að gera það, þá set ég fleirri myndir af skónnum :)