Simian- LA Breeze í Dove self esteem auglýsingu

Simian- LA Breeze í Dove self esteem auglýsingu

Posted on 8:07 AM by
Sá á Pressunni að í Bretlandi er komin auglýsingaherferð gegn óraunhæfum skilaboðum sem ungar stúlkur fá frá snyrtivöruframleiðendum. Frábær og mjög þörf auglýsingaherferð af augljósum ástæðum, en það var tvennt sem ég tók mest eftir í þessari auglýsingu;
  1. Dove er styrkaraðili þessara auglýsingu. Dove hefur einbeitt sér frekar að styðja náttúrulegt útlit og vöxt kvenna í auglýsingum sínum. Og þar sem þessi auglýsingaherferð er beint að mæðrum ungra stúlka, þá er ég nokkuð viss um að hagur Dove með þessari auglýsingaherferð skili sér vel til þeirra markhóps. Frekar vafasamt verð ég að segja - svolítið að nota sér stöðu sína gegn hinum snyrtivöruframleiðendunum, svona "we are the good guys". Og það þarf enginn að segja mér að þeir hagnist ekki vel á þessu.

  2. Hitt sem ég tók eftir var að lagið sem Dove notar í auglýsingaherferðina er LA Breeze eftir Simian. Sem er náttúrulega ekkert nema bara ógjöðslega töff. Hlustaði svo mikið á þetta lag sumrin 2008 og 2009 að ég fæ alltaf skilyrtan hlýjan sumarbreeze þegar ég hlusta á það.Og það er bara akkurat sem ég þurfti í dag, hlýr sumarbreeze til þess að losna við kuldahrollinn minn.


 
-berglind

0 comments:

Post a Comment