Reading og Leeds festival hófust í gær og er fram á sunnudag. Sem þýðir að það eru liðin heil 5 ár síðan ég fór á Leeds festival, já svei mér hvað tíminn þýtur áfram.
Það er frekar skondið að skoða hvernig dagskráin fyrir aðalsviðið er skipt niður um helgina. Þemað fyrir föstudagskveldið var greinilega grimmt Stoner Rokk, því þar voru Lostprophets, NOFX, Biffy Clyro og Queens of the stone age og svo endað á Guns n´ Roses. Á laugardagskveldið er smalaði saman öllum helstu böndunum úr indy-senuna, t.d. Futureheads, The Walkmen, Modest Mouse, Maccabees, The Libertines og svo endað með Arcade Fire. Langfyndnast þykir mér þemað fyrir sunnudagskveldið, sem virðist vera kjánalegur óður til ársins 1998, því þar munu spila Weezer, Cypress Hill, Limp Bizkit og svo endað kveldið með big bang á Blink 182. Úff .. hljómar jafnspennandi og að hlusta á fólk röfla á Útvarp Sögu.
En aðalmálið með þessarri færslu var þó að benda ykkur á að BBC three sendir út live frá nokkrum tónleikum af festivalinu. Þannig ef þið eruð svo vel búin að vera með BBC three þá getiði séð live frá tónleikum Arcade Fire klukkan 21:00 í kveld (að íslenskum tíma).
-berglind
0 comments:
Post a Comment