Ég verð alveg vandræðanlega skósjúk í hvert sinn sem ég skoða úrvalið hjá honum Jeffrey Campbell. Ég byrja að fantasera risastóran skóskáp fullan af Jeffrey Campbell skóm, ég er þegar komin með tvö pör hingað til, þannig hálfnað verk þá hafið er :D
Jeffrey Campbell hefur verið að hanna sína skólínu síðan um aldamótin. Hann fær innblástur frá vintage skóm frá árunum 1940-1980 en 70´s stíllinn alveg sérstaklega áberandi hjá honum núna. En látið þessa miklu hæla ekki plata ykkur, flest allir skórnir hafa góðan platform sem er mikill kostur fyrir dömur, líkt og ég, sem eru í minni kantinum. Þannig er því auðveldara og þægilegra að ganga á þeim. Að auki þá eru flest öll pörin á frá 120-180$ sem er merkilega vel sloppið miðað við að þetta eru gæða skó sem eru ógjööðslega flottir og það er actually hægt að ganga á þeim allan liðlangann daginn :)
0 comments:
Post a Comment