IcelandAirwaves ´11 - erlend atriði

IcelandAirwaves ´11 - erlend atriði

Posted on 10:12 AM by
Sýnist ég ekki komast á Airwaves þetta árið ;(  .. Ekki nema mér áskotnast armband einhversstaðar
Langaði að gera póst um erlendu atriðin sem ég myndi vilja fara á. Þar sem þau eru svo mörg þá ætla ég að skipta þeim gróflega eftir genre

Pop/rock
John Grant US
Að mínu mati einn flottasti tónlistamaðurinn sem kemur fram. Frontmaður úr Czars og góðvinur/samstarfsmaður Midlake. Hann gaf út sína fyrst sólóplötu fyrir ári síðan sem heitir Queen of Denmark og hann fékk eintóm lof fyrir hana ásamt því að vera valin ein af bestu plötum ársins 2010.
Sweet melodic dreamy 70´s rock
Youtube: Marz, Queen of Denmark

Beach House US
Draumkennt pop/rokk. Nokkuð viss að flestir myndu sækja þessa tónleika, enda ekkert skrítið því þetta er mjög flott hljómsveit.
Youtube: Wedding Bell

The Violet May UK
Bæði The Guardian og BBC6 Music hafa nefnt þessa hljómsveit sem "the next thing". Ábyggilega ein af þessum sveitum sem á eftir að slá í gegn fljótlega (sbr. Klaxons og Florence & The Machine) og þegar hún slær í gegn þá getur maður sagt; "jáhh ég skohh sá þessa á Airwaves 2011"
Youtube: Bright or Better

Nicky&The Dove SE
Enn eitt dæmið um flotta sænska söngkonu/tónlistarmann (t.d. Robyn og Lykke Li). Það hlýtur einhvað vera í drykkjarvatninu hjá þeim, allavega er þetta ábyggilega orðin bara útflutningsgrein hjá Svíþjóð, flottar söngkonur.
Youtube: The Fox

Dale Earnhardt Jr.Jr. US
Við fyrstu hlustun þá er þetta ekkert gjöðveikt, bara hljómar ágætlega. Myndi eflaust kíkja á þetta
Youtube: Morning Thought 

JD McPhearson US
Rauður varalitur, svartur eyeliner, pin-up greiðsla, polkadot kjóll og rockabilly. Nuff said
Youtube: Northside Gal


Elecktro/dance/rock/dj
Totally enormous extinct Dinosaurs UK
Daaaaaansa!!!
Youtube: Household goods

tUnE-yArDs US
Ætli þetta sé ekki aðal hype-ið í ár? Enda hljómar þetta líka frekar spennandi
Youtube: Bizness

Kasper Bjorke DK
Hef ekkert að segja annað en ég myndi vilja sá Kasper Bjorke
Youtube: Heaven

SBTRK UK
Þegar ég sagði að tUnE-yArDs væri aðal hype-ið þá meinti ég að SBTRK væri það líka.
Youtube: Wildfire

Austra CA
Ábyggilega annað "make" atriði. Hljómar rather cool, svo það er ábyggilega þess virði að kíkja á þetta
Youtube: Beat and the pulse

James Murphy Dj Set US
Oft betur þekktur sem LCD Soundsystem. Þá má nú alveg kíkja á þennan, allar líkur á að þarna verður löðrandi sveitt stemmning


Alternative/Psyche/Post/Rock
Dungen SE
Og annað dæmi um tónlistarsnilld frá Svíþjóð. DUNGEN!! Bara það að Dungen var bókað á Airwaves fékk mig til þess að langa að grípa í veskið og kaupa mér armband... eeeeeeen svo varð ég aftur nísk :(
Youtube: Festival

Karkwa CA
Er einhvað aðeins búin að vera hlusta á þetta á youtube núna. Sounds good. Pottþétt einhvað sem ég myndi vilja kíkja á
Youtube: Le chemins de verre, Le pyromane

Ter Haar DE
Frekar sveitt post gítar experimental.. og það er auðvitað bara kúl
Youtube: Yatzi

Murmansk FI
Finnskt shoegaze. Þeir hafa verið að túra með ýmsum böndum, þ.á.m. dEUS, og það er nóg til þess að ég myndi kíkja á þessa sveit :p
Youtube: Moth


Experimental/classical
Random Receipt CA
Viðeigandi nafn því að þeirra eigin sögn þá er uppskrift sveitarinnar úr mjög random stefnum. Jazz, Trip-hop, electro, beat-box, folk, bossanova og allur fjandinn.
Vimeo: Shipwreck 

Oy CH
Annar jazz, electro, hip-hop grautur.
Vimeo: Trolls

Manu Delago Handmade UK/AT
Trommuleikar fyrir Biophilia verkefni Bjarkar. Hér spilar hann á hang sem er víst nýtt handsláttar hljóðfæri.
Youtube: Drum solo

Dustin O´Halloran UK
Hefur samið stórkostleg tónverk fyrir kvikmyndir á borð við An American Affair og Marie-Antoinette.
Vimeo: We move lightly

Owen Pallett CA
Fiðlu-loop verkefni spilað undir stef úr tölvuleiknum Final Fantasy. Þessi strákur á víst að hafa samið og útsett tónverk handa ekki minni sveitum en Pet Shop Boys, Duran Duran, Last Shadow Puppet og Arcade Fire.
Youtube: Great elsewhere 



Þetta er það helsta sem ég myndi vilja sjá af erlendu atriðunum, held að listinn fyrir íslensku atriðinn sé ekkert styttri enda er sjaldan jafngaman og að sjá íslensku sveitirnar spila í sparigöllunum sínum á Airwaves og leggja allt í flutninginn. Núna þarf ég allavega að stúdera off-venue atriðin svo ég geti amk tekið einhvað þátt í þessari hátið þetta árið

0 comments:

Post a Comment