The Black Keys

The Black Keys

Posted on 6:09 AM by
Ég sé og heyri að The Black Keys eru að ná loxins ágætis vinsældum hérna á Íslandi. Allavega er ég mjög ánægð með að lagið "Tighten up" er komið reglulega í spilun á NovaTV, X-inu, Rás2 og fleiri útvarpsstöðvum. Ég vil endilega að sem flestir kynni sér The Black Keys því mér finnst þeir vera ein besta hljómsveit sem er starfandi í dag.




The Black Keys samanstanda af tvem blúsbræðrum, söngvaranum Dan Auerback og trommaranum Patrick Carney frá Akron, Ohio. Síðastliðinn maí gáfu þeir út sína sjöttu stúdíóplötu sem heitir Brothers sem er alveg hreint frábær og mæli ég með að allir áhugamenn um gott garage blús hlusti á hana. Fyrri plöturnar Attack and Realease (2008), Magic Potion (2006) og Thickfreakness (2003) eru líka ótrúlega góðar.

Á Coachella festival árið 2005


Þeir hafa hitað upp fyrir ekki ómerkari hljómsveitir en Pearl Jam, The Roots, Tv on the Radio og Radiohead. Lagið "Girl is on my mind" hefur hafa heyrst í auglýsingum frá Sony Ericsson og Victorias Secret og "Your Touch" í myndinni Zombieland og þættinum Eastbound&Down. 



Dan og Patrick eru líka sérlegir áhugamenn um vandað HipHop því þeir eru í samstarfsverkefninu Blakroc með öðrum HipHop flytjendum. Meðal annars eru MosDef, RZA, Ludacris og Ol´Dirty Bastards í þessu samstarfsverkefni. Sömuleiðis hafa þeir unnið með DangerMouse en hann sá til dæmis um að mixa plötuna Attack and Release.





-berglind


0 comments:

Post a Comment